FAQ

ÞÚ GETUR FUNDIÐ SVÖR VIÐ MÖRGUM SPURNINGUM HÉR FYRIR NEÐAN. EF ÞÚ FINNUR EKKI SVAR VIÐ SPURNINGUNNI EKKI HIKA VIÐ AÐ HAFA SAMBAND

Hvað er El Taco Truck?

El Taco Truck byrjaði sem fyrsti matarbíllinn í Svíþjóð. En svo hafa vörurnar færst inn í hillur í matvörubúðum. Vörurnar eiga það sameiginlegt að sækja innblástur í Mexikanska matargerð. El Taco Truck hefur breytt úrval og býður upp á allt sem þú telur þig þurfa til þess að gera frábæra og bragðgóða mexikanska máltíð, allt frá sætum salsa sósum. heitum sósum, tortillum eða tilbúnum burrito-um. Þú finnur allar vörurnar okkar hér. Á ferðalagi í gegnum Mexikó og Kaliforníu fæddist draumur um að eiga matarbíl. Stofnendurnir Nikola og Bolle gerðu síðan einföldustu, lúffengustu og bestu taco í matarbílnum.

Hvar kaupir þú vörurnar okkar?

Bragðgóðu vörurnar okkar er hægt að finna í flestum öllum hillum matvöruverslana og líka á netinu. Hérna getur þú séð hverjir selja vörurnar okkar! Vantar þig vörurnar okkar í þinni verslun, ekki hika við að hafa samband við okkur hér!

Ég hef séð herferðina taktu Taco-ið þitt á hærra stig, hvað eigiði við með því?

Fyrir okkur er taco meira en bara taco. Þetta er ástríða fyrir því að sprengja bragðlaukana og fá þá til þess að dansa. Við hjálpum þér að ná þessu með því að taka taco-ið þitt á hærra stig. Okkur finnst best að segja Level Up Your Taco´s.

Ég held að það sé eitthvað að vörunni minni hvað geri ég?

Ef þú heldur að varan þín sé gölluð þá myndum við gjarnan vilja heyra frá þér hér. Þá getum við farið yfir það sem að fór úrskeiðis í ferlinu og reynt að tryggja það að það endurtaki sig ekki. Ef þú vilt fá endurgreitt verðum við að biðja þig um að fara í verslunina sem að varan var keypt. Mundu að koma með kvittun!

Hvað get ég borðað ef ég er með laktósa/glúten/mjólkuróþol?

Allar vörurnar okkar eru vegan og þess vegna innihalda þær hvorki laktósa né mjólkurprótein. Ef þú ert með ofnæmi fyrir glúteini þá getur þú því miður ekki borðað Tortillurnar okkar. En snakkið okkar og salsað er glúten laust. Sjáðu allar vörurnar okkar og hráefni hér!

Eru allar vörurnar ykkar Vegan?

JÁ!